Í heildina var 1 milljón íslenskra króna í verðlaun! Af þeim fóru 800.000 krónur til þriggja efstu sætanna, en 200.000 krónur fóru í aukaverðlaun.

Vinningshafar:

Arctic Ocean World

Frá vinstri til hægri: Hreiðar Þór Valtýrsson, Jóhann Einar Jónsson, Sóley Lilja Brynjarsdóttir, Erla Jóhannesdóttir, Ólafur Stefán Arnarson.

Arctic Ocean World – 1. Sæti (400 þús)

Hugmyndin snýst um að stofna sjávardýragarð á Akureyri ólíkt því sem þekkist neinstaðar annarstaðar. Áætlað er að yfir 100 þúsund ferðamenn geti gert sér ferð á safnið árlega ef megin vörður ganga eftir.

 

Metan úr héraði

Frá vinstri til hægri: Þórður Birgisson, Árveig Aradóttir, Andri Þór Bjarnason, Bjarni Sigurðsson, Elvar Jónsteinsson

Metan úr Héraði – 2. Sæti (250 þús), besta kynningin (50 þús), val fólksins (50 þús)

Markmiðið er að koma af stað Metan framleiðslu. Helgin fór að mestu leyti í innri uppbyggingu á fyrirtækinu og nauðsynlegum útreikningum. Áætlað er að verkefnið geti skapað 30-50 störf á komandi árum ef megin vörður ganga eftir.

 

Stub Hygiene

Á mynd: Dagbjartur Guðmundsson

Stub Hygiene – 3. Sæti (150 þús)

Hugmyndin er að búa til fyrirtæki sem útbýr hreinsibúnað fyrir staurfótanotendur.  Áætlað er að yfir 200.000 staurfótanotendur í Bandaríkjunum eingöngu glími við vandamál sem snýr að hreinsunum á staurfótum.

 

Upplifun - Ævintýri innan seilingar

Frá vinstri til hægri: Dagbjörg Brynja Harðardóttir, Hrafnhildur E. Karlsdóttir

Upplifun, ævintýri innan seilingar (50 þús)

Fyrirtækið mun selja upplifunarpakka á internetinu fyrir fólk af öllum toga.

 

Cast Productions

Á mynd: Gísli Steinar Jóhannesson

Cast Productions (50 þús)

Fyrirtækið sérhæfir sig í myndbandagerð fyrir stærri og smærri fyrirtæki. Ódýrar og góðar lausnir fyrir fyrirtæki sem mikil eftirspurn er eftir.

 

Myndir fengnar af akureyri.net