Forveri ANA hraðalsins er ANA helgin sem haldin var í all mörg ár með ágætum árangri. ANA helgin var hugmyndasamkeppni sem bauð þátttakendum að fullmóta hugmynd og keppa til verðlauna allt á einni helgi. Markmiðið með helginni var að hvetja fólk með hugmyndir að atvinnutækifærum til þess að koma saman og vinna að hagsmunum samfélagsins með nýsköpun og atvinnuþróun að leiðarljósi. Fjölmargar hugmyndir kviknuðu á þessum helgum og upplýsingar um fyrrum vinningshafa er að finna hér að ofan. Með því að smella á ártölin hér hægra megin á skjánum má sjá upplýsingar um vinningshafa Atvinnu- og nýsköpunarhelgarinnar frá upphafi.