Upplifun mín af ana helginni var mjög góð.
Fyrir helgina sá ég fyrir mér að ég myndi fara á milli hópa og fylgjast með því hvort einhver tækifæri leyndust í hugmyndunum fyrir mína skjólstæðinga, atvinnuleitendur.

Ég ákvað síðan að taka virkan þátt í að móta eina hugmynd sem var mjög lærdómsríkt fyrir mig persónulega.  Þetta þýddi að ég græddi tvöfalt á þátttökunni.

Soffía Gísladóttir
Forstöðumaður
Vinnumálastofnun Norðurlandi eystra


Mér fannst þetta frábær helgi og lærdómsrík.
Hugsanlega hefði mátt vera markvissari stuðningur við þá þátttakendur sem kusu að vinna einir að verkefnum sínum. Ég náði þeim áfanga að kaupa lén og koma upp vefsíðu sem auðvitað þarf að þróa áfram en þetta er góð byrjun.

Gott var líka að læra hvernig halda má utan um viðskiptamódel á einu blaði. Sömuleiðis hvernig best er að standa að kynningum með glærusýningu. Ég er bara mjög sáttur.

Bestu kveðjur.
Pétur Halldórsson
www.barokksmidjan.com


Þetta var alveg frábær helgi.
Vildi að þetta hafið verið lengra og þegar þetta er haldið aftur mun ég hiklaust mæta. Þetta var mjög skemmtilegt og fræðandi með góðum fyrirlestum og góðum stuðningi frá Anahópinn við verkefnavinnuna. Það var gaman að kynnast nýju fólki og vinna að verkefninu með þeim vandamálslaust.

Kveðja Anett