ANA hraðallinn

Atvinnu- og nýsköpunarhraðallinn snýst um að virkja fólk til athafna. Allir geta tekið þátt, bæði þeir sem eru með viðskiptahugmynd og þeir sem vilja vinna með teymi af fólki sem er með viðskiptahugmynd. Markmiðið með hraðlinum er að fólk fái fræðslu og aðstoð við að kortleggja hugmyndir sínar og tækifæri til þess að fá ráð og aðstoð frá reynslumiklum frumkvöðlum og fólki með mikla þekkingu úr umhverfi atvinnulífsins.

Tímalína

15. september.  Hraðallinn hefst með Atvinnu- og nýsköpunardeginum  þar sem þátttakendur fá tækifæri til þess að hittast, kynnast leiðbeinendum/ráðgjöfum og fá fræðslu um ýmislegt gagnlegt í frumkvöðlaumhverfinu. 

16. september.  Býðst þátttakendum að hitta ráðgjafa Atvinnuþróunarfélaganna og fá aðgang að vinnuaðstöðu frumkvöðlasetursins.

25. september.  Vinnusmiðja 1:  Tilgangur og eðli viðskiptaáætlanna. Þátttakendur og mentorar paraðir saman.

2. október.         Persónuleg handleiðsla frá mentorum – skil á verkáætlun.

9. október.         Vinnusmiðja 2: Markaðs- og samkeppnisgreiningar.

16. október.       Persónuleg handleiðsla frá mentorum

23. október.       Vinnusmiðja 3: Fjármögnun og fjárhagsáætlanagerð

2. nóvember.     Lokaskil á viðskiptahugmyndum.

9. nóvember.     Lokahóf og verðlaunaafhending.