Um helgina

Atvinnu- og nýsköpunarhelgin snýst um að virkja fólk til athafna. Allir geta tekið þátt, bæði þeir sem eru með viðskiptahugmynd og þeir sem vilja vera með teymi af fólki sem er með viðskiptahugmynd. Markmiðið með helginni er að fólk byrji að vinna að frumgerð á ákveðinni vöru eða þjónustu. Á þriðja tug frumkvöðla og aðila með víðtæka reynslu og menntun verða þáttakendum til aðstoðar Að helginni lokinni geta þátttakendur síðan unnið áfram með vel mótaðar viðskiptahugmyndir og látið þær verða að veruleika.  Verðlaun eru veitt í nokkrum flokkum.

 

Ferlið

  1. Þátttakendur halda stutta kynningu (60 sek) á viðskiptahugmynd sem þeir vilja vinna að yfir helgina. Það er í góðu lagi að hugmyndin sé á byrjunarpunkti og kvikni jafnvel á staðnum.
  2. Allir þátttakendur, líka þeir sem kynna viðskiptahugmyndir, eru beðnir um að velja 10-15 hugmyndir sem þeim fannst hljóma best í kynningunni sem var haldin
  3. Kannað er hvaða hugmyndir fengu mestan hljómgrunn og unnið er áfram með þær yfir helgina. Öllum þátttakendum er skipt niður í hópa til að starfa að framgöngu þeirra viðskiptahugmynda sem taldar voru bestar.
  4. Settar eru ítarlegar vörður um hvernig beri að þróa viðskiptahugmyndina yfir helgina og hvaða vörðum hópurinn ætli sér að ná.
  5. Samvinna er lykill helgarinnar.
  6. VINNA ! VINNA ! VINNA!

Boðið er upp á morgunmat, hádegismat, kvöldmat og snarl yfir alla helgina. Þá verða nokkur 5-10 mínútna erindi flutt sem eru praktísk og snúa að uppbyggingu viðskiptahugmyndarinnar. Fjölmargir aðilar til dæmis, kennarar og leiðbeinendur og fleiri munu einnig kíkja við yfir helgina, setjast niður með teymum og aðstoða þau með framgöngu viðskiptahugmyndarinnar.