Baldvin Valdemarsson

Verkefnastjóri

baldvin@afe.is

Matthías Rögnvaldsson er framkvæmdastjóri og stofnandi Stefnu hugbúnaðarhús ehf. Stefna hefur verið í stöðugri sókn í gegnum árin og í dag starfa þar sextán manns. Matthías er einn af upphafsmönnum þessarar helgar og hefur unnið öturlega að nýsköpun og atvinnusköpun um áraraðir.  Það er von hans að þessi helgi verði notuð til að skapa störf og koma bæði nýjum og gömlum hugmyndum af stað til að efla okkar samfélag.
   
Björn Gíslason er einn af stofnendum nýsköpunarfyrirtækisins Appia ehf. og einn af forsvarsmönnum Nýsköpunarhópsins á Akureyri. Björn er með meistaragráðu í viðskiptafræði og hefur töluverða reynslu af nýsköpun sem fyrrum starfsmaður Nýsköpunarmiðstöðvar og fyrrum framkvæmdastjóri fjárfestingasjóðsins Tækifæris. Björn hefur tekið þátt í ANA sem formaður dómnefndar, mentor og síðast en ekki síst sem frumkvöðull og telur hann helgina frábæran vettvang til að þróa skemmtilegar hugmyndir áfram.
Jón Steindór Árnason er framkvæmdastjóri Tækifæris, fjárfestingafélags sem fjárfest hefur í nýsköpun á Norðurlandi frá árinu 1999. Tilgangur félagsins að taka þátt í stofnun og starfsemi fyrirtækja sem rekin eru á grundvelli arðsemissjónarmiða, fela í sér nýmæli í atvinnulífinu og eru mikilvægur þáttur í uppbyggingu atvinnulífs. Í þeim anda snúa væntingar Tækifæris til ANA að því að á helginni skapist vettvangur fyrir fólk með hugmyndir sem eru til þess fallnar að auka fjölbreytni í atvinnulífinu og fjölga störfum./td>