Þetta er fyrir alla. Ef þú hefur hugmynd sem þú vilt koma í framkvæmd, eða langar að vinna með öðrum teymum að framkvæmd hugmyndar þá er þetta fyrir þig. Að stíga fram og kynna hugmynd getur verið stórt skref en við erum til staðar fyrir þig.
Margir sérfræðingar eru kallaðir til leiks. Menn og konur með mikla reynslu og þekkingu eru til staðar fyrir þig. Að þú náir árangri er okkar markmið.
Allir eru velkomnir á Atvinnu- og nýsköpunardaginn 15. september, hvort sem þeir eru með hugmynd eða ekki. Þú gætir orðið dýrmætur þátttakandi í hugmynd einhvers annars eða jafnvel fengið góða hugmynd í vinnunni sem fram ferð þennan dag. Þáttakendur eiga eftir að öðlast dýrmæta reynslu í ferlinu og því hvetjum við sem flesta til þess að taka þátt. Tengslanetið sem myndast kemur til með að nýtast öllum þátttakendum.
Allar hugmyndir. Ef þér finnst hugmyndin góð, þá átt þú að skrá þig.
Kostnaður er enginn en til mikils er að vinna. Með stuðningi fyrirtækja við verkefnið er þátttaka öllum að kostnaðarlausu.
Þeir sérfræðingar sem koma að verkefninu með okkur og hafa staðið fyrir mörgum svipuðum viðburðum telja svo ekki vera. Þeir sem ná lengst með sínar hugmyndir eru yfirleitt þeir sem finna góðan hóp af fólki til að vinna með sér að hugmyndinni, segja sem flestum frá henni og fá ábendingar um það sem megi betur fara.
EIMUR er samstarfsverkefni sem snýr að bættri nýtingu orkuauðlinda og aukinni nýsköpun í orkumálum á Norðurlandi eystra.
Helstu markmið EIMS eru að: