1 milljón í fyrstu verðlaun

Atvinnu- og nýsköpunarhraðallinn er samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og atvinnulífsins.

Einstaklingar með hugmyndir um atvinnu og nýsköpun koma saman til að skapa ný störf í samfélaginu, hvort heldur sem um er að ræða í starfandi fyrirtækjum eða í nýjum fyrirtækjum.

Atvinnu- og nýsköpunarhraðalinum verður hleypt af stokkunum 15. september 2018.

TAKA ÞÁTT

 

Markmiðið með helginni

Markmiðið er að fá fólk til að koma saman og vinna að nýjum (eða gömlum) hugmyndum sem gætu endað sem fyrirtaks viðskiptaáætlun og atvinnuskapandi verkefni. Í stað kyrrstöðu sækjum við fram. Samvinna er lykill helgarinnar.

MEIRA

 

Viltu taka þátt?

Helgin er hugsuð fyrir alla áhugasama, 18 ára og eldri sem vilja hrinda hugmyndum í framkvæmd. Hvort sem það eru þeirra eigin hugmyndir eða annarra áhugasamra einstaklinga um atvinnutækifæri. Hvort heldur sem hugmyndin er gömul eða ný. Þetta er einstakt tækifæri. Það kostar ekkert að taka þátt.

SKRÁNING

 

Dagskrá helgarinnar

Helgin opnar kl. 17:00 á föstudeginum en byrjar formlega kl. 18:00 og stendur til kl. 22:30 um kvöldið. Laugardagur frá 9-22, sunnudagur 10-18. Dagskráin byggist á fólkinu sem þú ert með í hóp, hugmyndinni og framgangi hennar. Stutt erindi eru flutt til fræðslu og hvatningar við vinnuna.

MEIRA

Styrktaraðilar