Úr hugmynd í framkvæmd
ANA hraðallinn er frumkvöðlasamkeppni á norðausturlandi sem gefur þátttakendum tækifæri til þess að koma hugmyndum sínum á framfæri og gera úr þeim markvissar áætlanir. Hraðallinn hefst með Atvinnu- og nýsköpunardeginum 15. september þar sem öllum býðst að koma og taka þátt. Að honum loknum tekur við sex vikna hraðall þar sem þátttakendum er boðið námskeið, ráðgjöf og aðstoð, frá sérfræðingum á sviði nýsköpunar og viðskipta, við að móta hugmyndir sínar.
MEIRA
Viltu sigra EIMINN?
ANA hraðallinn er hugsaður fyrir alla áhugasama, 18 ára og eldri sem vilja hrinda hugmyndum í framkvæmd. Hraðallinn stendur öllum, með alls konar hugmyndir, opinn en sérstök verðlaun "EIMURINN" verða veitt fyrir bestu hugmyndina sem tengist sjálfbærni, aukinni nýtingu auðlindastrauma og/eða samspili orku, umhverfis og samfélags. Verðlaunin eru 1 milljón króna auk verðlaunagrips sem nefnist Eimurinn. Ertu tilbúin/n að sigra Eiminn?
Heildarverðmæti allra verðlauna eru 3 milljónir.
Þátttaka í ANA hraðlinum er einstakt tækifæri og það kostar ekkert að taka þátt!
SKRÁNING
Dagskrá
ANA hraðallinn hefst með Atvinnu- og nýsköpunardegninum 15. september 2018, þar verður ýmis fróðleikur í boði fyrir áhugasama frumkvöðla, gesti og gangandi. Í hraðlinum sjálfum eru svo haldnar vinnusmiðjur þar sem farið er yfir lykilatriði í stofnun og rekstri fyrirtækja. Fyrsta vinnusmiðjan hefst þriðjudaginn 25. september og þeirri síðustu lýkur sex vikum síðar.
MEIRA